Glæsilegar íbúðir í vönduðu húsi í hjarta borgarinnar. Í húsinu eru 38 íbúðir, tveggja til fimm herbergja og eru íbúðirnar frá 59 til 186 fermetrar að stærð.
Í bílakjallara hússins eru 45 bílastæði og fylgir stæði hverri íbúð. Þrír stigagangar eru í húsinu og er ein lyfta í hverjum stigagangi. Sorpgeymsla er á jarðhæð hússins en geymslur íbúðanna eru í bílakjallara.
Mikið hefur verið lagt í hönnun hússins jafnt að utan sem innan, aðalhönnuður hússins er Tryggvi Tryggvason og að innanhússhönnun komu Berglind Berndsen og Helga Sigurbjarnardóttir.